Allar upplýsingar um haustönn 2015

Posted on 18 08, 2015

Allar upplýsingar um haustönn 2015

Dansnám hjá DansKompaní er fyrir 4-20+ ára sem skiptist í tvær annir, haustönn frá sep-des og vorönn frá jan-maí. Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni.

Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Allir æfa 2x í viku jazztækni og jazzdans og er það grunnurinn hjá DansKompaní. Hver nemandi getur þar að auki skráð sig í valtíma (11 tímar) efitr áhugasviði hvers og eins. Við hvetjum að sjálfsögðu nemendur til að taka sem flesta valtíma því kjarnamarkmið okkar er að móta og þjálfa upp fjölhæfa dansara – dansara sem veigrar sér ekki við að taka klassískan ballett eða rjúka í street skónna og taka hip hop dans eins og enginn sé morgundagurinn. Hjá DansKompaní er dansgleði og metnaður í fyrirrúmi.

Þú getur kynnt þér námið betur hér að neðan:

Um dansnámið og verðskrá

Valtímar

Viðburðir

Stundaskrá (kemur inn 19.ágúst)

Skráning

 

 

Skráning fyrir veturinn 2015-2016 er hér