Posted on 22 02, 2010
Margar fyrirspurnir hafa borist okkur þess efnis hvort nemendur geti æft oftar í viku. Það er okkur því ánægja að kynna nemendum í C1, C2 og eldri nemendum í B/C hóp að við ætlum að bjóða upp á þriðja tímann þar sem lögð verður megináhersla á að þjálfa hornæfingar (hringi, stökk og samsetningar) og dans.
Guðríður Hafsteinsdóttir, Snædís Anna Valdimarsdóttir og Ásta Bærings munu skiptast á að kenna tímana.
Tímarnir verða mánudaga kl.17-18, tímabilið 22.feb-23.maí, samtals 12 skipti. Skráning í tímana er í gegnum danscentrum@danscentrum.is og í síma 773 7973.