Posted on 23 02, 2011
Stóra dansferðin verður um helgina og er þátttakan alveg hreint frábær, hátt í 80 manns sem eru að fara. Þetta verður rosalega gaman og munu allir bæði læra heilmikið nýtt ásamt því að kynnast ennþá betur og skemmta sér vel. Til þess að bæði minna á nokkra hluti sem og svara algengum spurningum þá höfum við útbúið nokkra punkta hérna:
Almennir punktar:
– Mæting upp í DansKompaní á laugardag í síðasta lagi kl.12:30
– Rútan fer kl.12:45 frá DansKompaní
– Við munum dansa og gista í húsakynnum Listdansskóla Íslands, Engjateigi 1, Laugardal
– Muna að vera með nesti fram að kvöldmat! Allar aðrar veitingar eru innifaldar í ferðinni
– Það verða danstímar, kvöldvaka og skemmtilegheit á laugardeginum
– Það verða danstímar, stuð og sundferð á sunnudeginum
– Stefnt er á að vera komin tilbaka á sunnudeginum um kl.19:00
– Ef þið þurfið að ná í okkur þá skal hringja í s.773 7973
Hlutir sem mega ekki gleymast:
– dansfatnaður til skiptana og dansskór
– sundfatnaður og handklæði
– svefnpoki og dýna til að sofa á og náttföt
– almennt snyrtidót (tannbursti oþh) og nærfatnaður
– nesti fram að kvöldmat á laugardegi
ATH! Það verða því ekki venjulegir kennslutímar hjá C2, C4 og D2 á laugardeginum.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk DansKompaní
s.773 7973