Posted on 29 04, 2012
Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði á glæsilegri vorsýningu skólans. Þemað á sýningunni verður 24 TÍMAR og verða hin daglegu verkefni tekin fyrir frá morgni til kvölds – kómískt og skemmtilegt fyrir alla sem horfa á.
Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem breikdans, jazzballett, hip-hop, street jazz og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN!
Enn meiri fjölbreytni verður í ár þar sem fjöldi kennara kemur að sýningunni en það eru Ásta Bærings, Dagmar Rós Skúladóttir, Ísabella Ósk Eyþórsdóttir, Linda Ósk Valdimarsdóttir (Rebel), Nicholas Fishleigh, Ósk Björnsdóttir og Þóra Rós Guðbjartsdóttir.
Atriðunum fjölgar frá því síðast og eru nú 18 atriði eru á dagskránni (ca.75mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 30 ára.
– Sunnudaginn 13.maí 2012
– Andrew’s Theatre
– Sýning 1 kl.14:00
– Sýning 2 kl.16:00
– Miðasala hefst 30.apríl í móttöku DansKompaní
Miðaverð er kr.1250 fyrir fullorðna, en kr.500 fyrir 12 ára og yngri (’00)
Allir velkomnir á sýninguna 🙂
Miðasala verður í húsakynnum DansKompaní – Grófinni 8, RNB.
Nánar: s.773 7973 og danskompani@danskompani.is