C2 Jólasýning

C2

Búningar: Nemendur eiga að vera í svörtum leggings(mega vera í svörtum hotpants* yfir ef þess þarf), svörtum íþróttatopp/bh ef þarf, svörtum ballettbol / hlýrabol(helst engin mynd/mynstur, hægt að snúa bolnum á rönguna ef það er mynd)
Nemendur koma einnig með jólapeysur fyrir jóladans
Nemendur dansa berfættir eða í tásugrifflum.
Hárið á að vera í snyrtilegu tagli, vel spreyjað.
*Hotpants eru eins og svartar boxer/stuttbuxur.

Sýningin er 28.nóvember kl.11:15-12:15. Nemendur mæta 15 mínútum fyrir sýningu

Sýningin er haldin í íþróttahúsinu við Heiðarskóla

Sjá mætingu í upptökur hjá valtímum C-Ballett, C-DansFever, C-Street, C-Commercial, C-Contemporary ásamt Akademíuhóp hér að neðan.

Vegna samkomutakmarkana verður takmarkaður áhorfendafjöldi leyfður með hverjum nemenda. Allir hafa fengið póst með skráningareyðublaði fyrir áhorfendur. Áhorfendur þurfa að skrá sig fyrir 24.nóv nk.

 

Vinsamlegast lesið vel yfir búningalista fyrir valtímana. Til að lágmarka smithættu meðal nemenda hefur verið ákveðið að valtímaatriðin verði tekin upp þann 28.nóvember, eftir sýningar dagsins. Akademíuhópur er í tökum laugardaginn 27.nóvember. Sjá nánar hér að neðan.

 

C-Ballett (Mæting kl.17:30-17:50 þann 28.nóvember)

– Svartur ballettbolur / hvítur stuttermabolur
– Bleikar sokkabuxur / svartar leggins (stuttbuxur yfir ef vill)
– Bleikir striga ballettskór / svartir ballettskór
– Vel spreyjaður og snyrtilegur snúður með hárneti og spennum / snyrtilegt hár
– Mælum með að allir séu í ballettbol og sokkabuxum í heimahópstímanum líka svo það sé létt að skipta fljótt um. Hægt er að kaupa ballettsokkabuxur með gati á botninum sem hægt er að renna upp og hafa undir leggings fyrir heimahóp og renna svo niður fyrir ballettvaltímann.

C-DansFever (frá kl.17:10-17:30 sunnudaginn 28.nóvember)
– Sömu föt og í heimahópum ásamt hvítri hnepptri skyrtu

C-Street (frá kl.17:40-18 sunnudaginn 28.nóvember)
– Svartar buxur
– Svartur stuttermabolur
– Svartir eða hvítir strigaskór

C-Commercial (frá kl.17:50-18:10 sunnudaginn 28.nóvember)
– Svartur síðermabolur
– Svartar þröngar íþróttabuxur/leggins
– Hvítir strigaskór

C-Contemporary (frá kl.17:20-17:40 sunnudaginn 28.nóvember)
– Sömu föt og í heimahópum

Akademíuhópur (Mæting kl.18:05-18:30 laugardaginn 27.nóvember)
– Sömu föt og í heimahópum