Miðasala.

Miðasala

Í ár verður sýningin ævintýrið um Múlan sett upp!
Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur!

Við biðjum foreldra/vini/ættingja nemenda í:

  • A-Hópum að kaupa miða á fyrri sýninguna kl.13. Nemendur í A-hópum sýna eingöngu á fyrri sýningu.
  • B-Hópum að kaupa miða á fyrri sýninguna kl.13. Nemendur í B-hópum sýna á báðum sýningum en sækja þarf nemendur þegar þau klára sín atriði á sviði (nánari upplýsingar hjá hverjum og einum hóp hér á síðunni), áður en seinni sýningin klárast, og biðjum við því þá sem þurfa að sækja nemendur í B-hópum að vera á fyrri sýningunni.
  • C, D, E og F-hópr geta keypt miða á annað hvort fyrri eða seinni sýninguna. Foreldrar yngri nemenda þurfa þó að mæta á fyrri sýninguna og biðjum við því áhorfendur hjá eldri hópum að koma á seinni sýninguna, kl.16, ef þau hafa tök á því.

– Laugardaginn 7.maí 2022
– Andrew’s Theatre
– Sýning 1 kl.13 (A, B, C, D, E og F-heimahópar)
– Sýning 2 kl.16 ( B, C, D, E og F-heimahópar)
– Miðasala hefst 2.maí í móttöku DansKompaní og verður selt í merkt sæti

Miðasalan verðu opin:

Mánudaginn 2.maí kl.16-18 og 20-21 í DansKompaní
Þriðjudaginn 3.maí kl.20:30-21:30 í DansKompaní
Föstudaginn 6.maí kl.18-20 í Andrews Theater

—– Tvær raðir verða í afgreiðslu. Önnur fyrir þá sem greiða með korti og hin fyrir þá sem greiða með pening. Af reynslunni að dæma gengur röðin sem greitt er með pening hraðar.

Miðaverð er kr.3.200

Allir velkomnir á sýninguna :)

Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn
DansKompaní
Brekkustígur 40, RNB.
s.454-0100
danskompani@danskompani.is
www.danskompani.is