Sýningarvikuna 30.apríl-6.maí verða sviðsæfingar og því ekki kennt eftir stundaskrá.
Æfing (sviðsetning og tengiæfing) í sýningarviku í íþróttahúsi Heiðarskóla: Sunnudaginn 30.apríl kl.18-18:35
Aukaæfing í DansKompaní: Miðvikudaginn 3.maí kl.17-17:45
Upplýsingar fyrir sýningardaginn 6.maí:
- Mæting baksviðs í Borgarleikhúsið (til móts við gamla Morgunblaðshúsið) kl.11.
- DansKompaní kemur með: Ljósblá tjullpils
- Nemendur koma með: Hvítan hlýrabol og svartar hotpants (Passa að það séu engin logo)
- Nemendur dansa á tánum eða í ljósum tásugrifflum.
- Hár greitt í hálf fléttu kórónu (prinsessutagl sem fléttu)
- Muna nesti!!
- Muna að vera með bakpoka sem allt dót geymist í, úlpa, skór og alles – svo ekkert týnist í húsinu.
- Nemendur í A3 eiga að vera sóttir í anddyri leikhússins í lok fyrri sýningar. Nemendur í A-hópum sýna eingöngu á fyrri sýningunni. Foreldrar eru beðnir um að kaupa miða á fyrri sýninguna, kl.12.
Ef einhverjar spurningar vakna þá skal hafa samband á danskompani@danskompani.is