Miðasala.

Miðasala

Í ár verður sýningin ævintýrið um Kalla og Súkkulaðiverksmiðjuna sett upp!
Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur!

Við biðjum foreldra/vini/ættingja nemenda í:

  • A-Hópum að kaupa miða á fyrri sýninguna kl.14:30. Nemendur í A-hópum sýna eingöngu á fyrri sýningu.
  • B-Hópum að kaupa miða á fyrri sýninguna kl.14:30. Nemendur í B-hópum sýna á báðum sýningum en sækja þarf nemendur þegar þau klára sín atriði á sviði (nánari upplýsingar hjá hverjum og einum hóp hér á síðunni), áður en seinni sýningin klárast, og biðjum við því þá sem þurfa að sækja nemendur í B-hópum að vera á fyrri sýningunni.
  • C, D og E-hópar geta keypt miða á annað hvort fyrri eða seinni sýninguna. Foreldrar yngri nemenda þurfa þó að mæta á fyrri sýninguna og biðjum við því áhorfendur hjá eldri hópum að koma á seinni sýninguna, kl.17, ef þau hafa tök á því.

– Laugardaginn 4.maí 2024
– Borgarleikhús, stóra svið
– Sýning 1 kl.14:30 (A, B, C, D og E-heimahópar og valtímar)
– Sýning 2 kl.17 ( B, C, D og E-heimahópar og valtímar)
– Miðasala hefst 29.apríl á tix.is og í miðasölu Borgarleikhússins.

Miðaverð er kr.3.700

Allir velkomnir á sýninguna :)

Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn
DansKompaní
Brekkustígur 40, RNB.
s.454-0100
danskompani@danskompani.is
www.danskompani.is