Ballett

Ballett heimasíða

Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir þá sem vilja ná góðri undirstöðu í nánast öllum dansstílum. Nemendur verða kynntir fyrir orðaforða klassíska ballettsins og þeim kennt að nota hann við útfærslur o.fl. Farið er í líkamsstöðu, samhæfingu hreyfingar og tónlistar, líkamsbeitingu og æfðar verða mismunandi áttir. Markmið tímanna er að nemendur kynnist grunni klassíska ballettsins auk þess að bæta kraft í stökkum, gera uppbyggilegar tækniæfingar, auka sjálfsaga og þróa með sér dansgleði.

Þessi tími er fyrir nemendur í:

          – C hópum

          – D hópum

          – E hópum

Klæðnaður nemenda:

          -Nemendur eru í ballett skóm.

          -Ljósum þröngum leggins.

          -Þröngur svartur bolur.

          -Ef nemandi er með sítt hár verður að taka það upp frá andliti