Langar þig að komast í spíkat? Vilt þú ná að klóra þér í eyranu með fætinum? Þá er þetta tíminn fyrir þig!
Í byrjun tímans verður hitað upp og síðan teygjum við á! Unnið verður að því að liðka þá vöðva sem við notumst við í dansinum á öruggan og öfgalausan hátt með hjálp slökunnar. Megin áhersla verður lögð á splitt og spíkat. Það er minni hætta á meiðslum ef að dansarar (og íþróttafólk almennt) tekur sér góðan tíma í að teygja.
Við mælum eindregið með því að þeir sem skrá sig í liðleika skrái sig einnig í Fimfit til að styrkja líkamann á móti slökuninni.
Þessi tími er fyrir nemendur í:
– C hópum
– D hópum
– E hópum
Klæðnaður nemenda:
-Nemendur eru á tánum eða í sokkum.
-Hlýjum buxum sem hefta ekki hreyfingar
-Hlýrri peysu sem heftir ekki hreyfingar
-Ef nemandi er með sítt hár verður að taka það upp frá andliti