Danssýningar

Nemendur DansKompaní taka allir þátt í tveimur danssýningum yfir veturinn, jólasýningunni og vorsýningunni.

Að auka þá eru margir viðburðir yfir veturinn þar sem við höfum verið að sýna t.d. Hljóðneminn (söngvakeppni FS), Sjóarinn síkáti í Grindavík, Ljósanótt, 17.júní, Barnamenningarhátíð Reykjanesbæjar, skemmtunum í 88-húsinu, körfuboltamótum, árshátíðum, almennum skemmtunum og við fleiri tækifæri.

  • Við erum með hæfileikakrakka á öllum aldri sem eru alltaf til í að sýna vel æfða danstakta.
  • 3 eða fleiri dansarar
  • 1 eða fleiri atriði
  • Jazzballet, contemporary, hip-hop, breik, music theatre, old school, framúrstefnulegt, grín eða alvara – við komum með atriði sem hentar stemningunni 🙂

Sjá nánar viðburðadagatal
Ef þú óskar eftir dansatriði þá skaltu endilega senda okkur tölvupóst á danskompani@danskompani.is eða hafa samband í s.773 7973.