Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Rosina Andrews í DansKompaní!

Posted on 7 02, 2018

Rosina Andrews í DansKompaní!

Við í DansKompaní erum einstaklega heppin að fá til okkar hina víðsfrægu Rosinu Andrews! Rosina er einn þekktasti danskennari Englands, stofnandi The Rosina Andrews Method og höfundur metsölubókanna Pirouette Surgery og Leap Surgery. Verk hennar hafa unnið til fjölda verðlauna og nemendur hennar margfaldir Englands-og Evrópumeistarar í dansi. Undanfarin ár hefur Rosina haldið workshop í fjölda dansskóla um allan heim ásamt því að halda uppi mjög vinsælum sumarskóla fyrir bestu dansara Evrópu. Það er því mikill heiður fyrir okkur að hún skuli nú koma aftur til Íslands að deila vitneskju sinni með okkur! Helgina 17.-18. febrúar mun Rosina halda tveggja daga intensive dansnámskeið ásamt eiginmanni sínum, einkaþjálfaranum Sam Downing og aðstoðarmanni þeirra, hinum 16 ára gamla Rory Fraser. Á námskeiðinu verður farið í Jazztækni (með sérstakri áherslu á Pirouette-a og Stökk) ásamt því að kenndir verða fjölbreyttir teygju-og styrktartímar, nútímadans og svo auðvitað skemmtilegar rútínur! Allar nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna...

Read More

Valtímar byrja 22.-26.janúar!

Posted on 23 01, 2018

Valtímar byrja 22.-26.janúar!

Við minnum á að valtímar í DansKompaní hefjast í vikunni 22.-23.janúar! Þetta á við um alla valtíma nema Söng MT og Leiklist en þeir byrja í mars (sjá stundaskrá) Þú getur kynnt þér valtíma okkar hér Allir nemendur DansKompaní mega mæta í einn frían prufutíma í hverjum valtíma 22.jan – 4.feb. Okkur þarf að berast afskráning á tölvupóstinn okkar, danskompani@danskompani.is, fyrir 4.febrúar ef nemandi ætlar ekki að halda áfram eftir prufutíma 🙂...

Read More

Við höfum opnað fyrir nýskráningar!

Posted on 11 12, 2017

Við höfum opnað fyrir nýskráningar!

Þann 5.desember sl. opnuðum við fyrir nýskráningar! Nemendur sem voru á biðlista á haustönn 2017 þurfa ekki að skrá sig aftur, þið haldið ykkar plássi nema okkur berist tilkynning um annað. Nemendur sem voru á haustönn 2017 þurfa heldu ekki að skrá sig aftur, skráningin færist yfir á vorönn nema okkur berist tilkynning um annað. Kynntu þér dansnámið okkar og verðskrá hér ! Skráðu þig hér !

Read More

Jólasýning 2017

Posted on 29 11, 2017

Jólasýning 2017

Okkar árlega jólasýning verður haldin helgina 2.-3. desember og verður eins og áður haldin í okkar fína húsnæði á Smiðjuvöllum. Settir verða áhorfendabekkir svo að allir sjái vel eins og alltaf. Sem fyrr býður DansKompaní öllum frítt á jólasýninguna! Við hvetjum nemendur til að fá sem flesta á sína sýningu og skal því ekki hika að bjóða foreldrum, vinum, systkinum, ömmum og öfum o.s.frv. Einnig er þetta frábært tækifæri fyrir áhugasama að kíkja á starfsemina hjá okkur (passið bara að kíkja á þann hóp sem hentar væntanlegum nemanda – getið bjallað í okkur fyrir nánari upplýsingar). *Ath! Nemendur eiga að mæta 15 mín. fyrir sína sýningu. *Ath! Hver sýning mun  byrja á slaginu og er því mikilvægt að allir séu mættir tímanlega. *Ath! Fjáröflunarhópurinn myndarlegi fyrir dansferðir erlendis sumarið 2018 vera á staðnum með sjoppu og með dagatölin flottu til sölu – endilega styrkið þau  Allar upplýsingar fyrir nemendur má finna...

Read More

STÓRA MYNDATÖKUDEGINUM AFLÝST

Posted on 5 11, 2017

STÓRA MYNDATÖKUDEGINUM AFLÝST

Við neyðumst því miður til að aflýsa Stóra myndatökudeginum vegna veðurs.   Dagurinn verður haldinn sunndaginn 12.nóvember með sömu tímasetningum.   Látið orðið endilega berast svo að enginn fari fýluferð...

Read More

Vetrarfrí 23.-25.október

Posted on 21 10, 2017

Vetrarfrí 23.-25.október

Vetrarfrí verður í DansKompaní frá og með 23.-25.október. Kennsla hefst aftur skv.stundaskrá fimmtudaginn 26.október. Við minnum að að það er tími hjá B5 laugardaginn 21.október en það er ekki Söngur MT. Söngur MT er á eftirfarandi laugardögum: 7.okt kl.15-16 14.okt.kl.15-17 28.okt  kl.15-17 4.nóv kl.15-17 11.nóv kl.15-17 25.nóv kl.15-17 Hlökkum til að hitta ykkur þann 26. október og setja jólasýningarundirbúning í 5.gír! 🙂

Read More