Fjölskylduvika 9.-13.október!

Posted on 6 10, 2017

Fjölskylduvika 9.-13.október!

Það er komið að fjölskylduviku haustannar en þá eru forráðamenn, systkini, ömmur, afar, frændur og frænkur hvattir til þess að horfa á tíma hjá nemendum (og jafnvel dansa smá með ef vill). Þetta er góð æfing fyrir nemendur að fá að sýna fyrir áhorfendum, auk þess er þetta skemmtilegt tækifæri til að fylgjast með kennslu og sjá það sem við höfum verið að gera í september og byrjun október!

Fjölskyldutímarnar verða eftirfarandi á haustönn 2017

Mánudagurinn 9.október
C3 – Kl.15-16
C2 – Kl.16-17
D2 – Kl.17-18
D1 – Kl.18-19
Dansrækt – Kl.19:30-20:30 (hér hefur t.d. verið vinsælt að taka barn/börnin sitt/sín með sér í danstíma)

Þriðjudagurinn 10.október
B1 – Kl.15-16
B4 – Kl.16-17
A2 – Kl.17-18
D3 – Kl.20-21

Miðvikudagurinn 11.október
B5 – Kl.15-16
B2 – Kl.16-17
C1 – Kl.17-18
E1 (Vina og paratími) – Kl.19-20

Fimmtudagurinn 12.október
B3 – Kl.15-16
A1 – Kl.17:15-18
Strákahópur 1 – Kl.18-19

Föstudagurinn 13.október
Strákahópur 2 – Kl.14:30-15:30

Við hlökkum til að sjá sem flesta!