Vorsýning 2024 – Upplýsingar fyrir nemendur



Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní dansa söguna um Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna!

Í ár verður sýningin Kalli og súkkulaðiverksmiðjan sett upp á stóra sviði Borgarleikhússins! Sýningin verður haldin 4.maí kl.14:30 og 17
Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur!

Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem fjöldinn allur af dansstílum sem kenndur eru í skólanum verður í sýningunni.

Fjöldi kennara með fjölbreytta danssköpun koma að sýningunni en það eru Helga Ásta Ólafsdóttir, Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir, Díana Dröfn Benediktsdóttir, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Linda Ósk Valdimarsdóttir, Valur Axel Axelsson, Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir, Elísabet Eva Erlingsdóttir, Bryndís Björk Guðjónsdóttir og Yannier Jökull Ovideo. Aðstoðarkennarar eru Guðný Kristín Þrastardóttir, Sólrún Glóð Jónsdóttir, Freyja Marý Davíðsdóttir, Alexandra Rós Þorkelsdóttir og Birgitta Fanney Bjarnadóttir

Miðasala hefst 29.apríl á tix.is

 

Hér geta forráðamenn og nemendur nálgast þær upplýsingar sem varða vorsýninguna, laugardaginn 4.maí ásamt æfingum í vorsýningarviku.

Vinsamlegst smellið á hópinn sem að nemandinn er í til að vita allt um mætingu, búninga o.þ.h.
Ath!

  • Þeir nemendur sem eru í valtímum taka til sín þær upplýsingar sem beint er til þeirra
  • Í vorsýningarvikunni 29.apríl-4.maí verður ekki kennt eftir stundaskrá. Stundaskrá vorsýningarviku má finna hér >>

Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér>>

A1

A2

A3

B1

B2

B3

B4

B5

C1

C2

C3

D1

D2

D3

E1

Akademíuhópur 1

Akademíuhópur 2