Fréttir

Þaðsem er í þessum category birtist í slider á forsíðu.

Sumardans í DansKompaní

Posted on 16 05, 2017

Sumardans í DansKompaní

DansKompaní leggur metnað sinn í að bjóða uppá fjölbreytt dansnámskeið fyrir alla aldurshópa. Sumardansnámskeið DansKompaní eru stutt, skemmtileg og góð kynning áður en vetrarstarfið hefst af fullum krafti í haust. Við bjóðum uppá 3ja vikna sumardansnámskeið. Þetta verða 100% danstímar og ekki gerð krafa um danstæknigrunn. Við verðum með skemmtilega danstíma fyrir stráka og stelpur, þar sem kenndar verða flottar sumarlegar dansrútínur! Námskeiðið er 5.-25.júní og má finna allar upplýsingar um það hér

Read More

Takk fyrir dansárið!

Posted on 10 05, 2017

Takk fyrir dansárið!

Takk fyrir frábært dansár elsku dansarar! Kennslu hjá okkur lauk eftir frábæra vorsýningu, laugardaginn 6.maí. Allar upplýsingar um sumarnámskeiðin koma hér inn bráðlega 🙂 Sumarnámskeiðin byrja 5.júní og kennt verður í þrjár vikur 2x í viku. Gleðilegt sumar!! 😀

Read More

Vorsýning – Allar upplýsingar

Posted on 27 04, 2017

Vorsýning – Allar upplýsingar

Á vorsýningunni í ár munu nemendur DansKompaní sýna stórskemmtileg dansatriði ! Í ár verður sýningin Pirates of the Caribbean sett upp! Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem flottasta og hlakkar okkur til að sjá þig í dansgleðinni með okkur! Eins og áður verður þetta einstaklega fjölbreytt danssýning þar sem , jazzballett, hip-hop, street jazz, ballett og contemporary verða meðal annars á sviðinu – FRÁBÆR SKEMMTUN! Fjöldi kennara með fjölbreytta danssköpun koma að sýningunni en það eru Helga Ásta Ólafsdóttir,  Ósk Björnsdóttir, Auður B.Snorradóttir,  Laufey Soffía Pétursdóttir,  Díana Dröfn Benediktsdóttir og Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir. Aðstoðarkennarar eru Elma Rún Kristinsdóttir, Júlía Mjöll Jensdóttir og Lovísa Kristín Þórðardótti 30 atriði eru á dagskránni (ca.90 mín) og eru þátttakendur allt frá 4 ára uppí 25 ára. – Laugardaginn 6.maí 2017 – Andrew’s Theatre – Sýning 1 kl.13 – Sýning 2 kl.16:30 – Miðasala hefst 1.maí í móttöku DansKompaní og verður selt í merkt sæti. Miðsalan verður eftirfarandi: — Mánudaginn 1.maí í DansKompaní milli kl.14-18 — Þriðjudaginn 2.maí í Andrews Theatre milli kl.14-18 — Miðvikudaginn 3.maí í Andrews Theatre milli kl.14-18 — Fimmtudaginn 4.maí í DansKompaní milli kl.14-18 —– Við minnum á að posinn okkar getur verið afar leiðinlegur og gengur afgreiðsla því mun hraðar ef greitt er með pening Miðaverð er kr.2.990 fyrir fullorðna, en kr.1.000 fyrir 12 ára og yngri (’05) Allir velkomnir á sýninguna  Innri upplýsingar fyrir dansnemendur og forráðamenn DansKompaní Smiðjuvöllum 5, RNB. s.773 7973 (mán-fim kl.14-18) danskompani@danskompani.is...

Read More

Páskafrí 10.-17.apríl

Posted on 7 04, 2017

Páskafrí 10.-17.apríl

Páskafrí DansKompaní verður frá og með 10.-17.apríl. Kennsla hefst aftur skv.stundaskrá þriðjudaginn 18.apríl.   Minnum á að einnig verður frí á Sumardaginn fyrst, fimmtudaginn 20.apríl.   Gleðilega páska!

Read More

Frí á öskudag

Posted on 28 02, 2017

Frí á öskudag

Þar sem öskudagurinn er haldinn hátíðlegur þá fá allir B-, C- og Strákahópar frí miðvikuaginn 1.mars til að ganga milli búða og syngja sitt fagrasta lag fyrir sælgæti!;) Kennt verður samkvæmt stundaskrá fyrir D- og E-hópa þennan dag.

Read More

24.febrúar – KENNSLA FELLUR NIÐUR VEGNA VEÐURS

Posted on 23 02, 2017

24.febrúar –  KENNSLA FELLUR NIÐUR VEGNA VEÐURS

ÖLL KENNSLA FELLUR NIÐUR FÖSTUDAGINN 24.FEBRÚAR VEGNA VEÐURS! Á föstudögum eru einungis kenndir valtímar og munum við bæta við aukatíma í lok annar (valtímar eru 11 talsins yfir önnina) og fá þá nemendur tíma með kennara nær vorsýningu...

Read More