Leiklist


13244183_1114008115288153_3186469779504685588_o

Leiklist er frábær viðbót fyrir ALLA dansara! Þessi valtími hjálpar þér að byggja upp sjálfstraust, kynnast þeim sem eru með þér í hóp og búa til allskonar ævintýri! Leiklistin getur líka hjálpað þér að finna karakter fyrir dansana sem þú lærir í heimahópnum þínum! Þessi tími hefur slegið rækilega í gegn hjá okkur og verður alltaf vinsælli með hverri önninni sem líður.

-Farið verður í grunnvinnu leiklistar (traust, rödd, sköpunargleði og virkja ímyndunaraflið)
-Unnið mikið með spuna og að þora að taka áhættur og gera eitthvað kjánalegt.
-Unnið með hlustun, samvinnu, sköpunargleði

Haustönn:

Á haustönn vinnum við að hópefli og sköpunargleði! Mikið verður lagt uppúr æfingum sem styrkja sjálfstraust og hópanda ásamt því að við vinnum með spunatækni og skemmtilega leiki!

Vorönn:

Á vorönn leikur leiklistin stóran part í glæsilegri vorsýningu DansKompaní! Nemendur fá í hendurnar handrit og hlutverk sem þau þurfa að læra utanað, síðan verður farið í upptökur og öflugar æfingar fyrir sýninguna!

 

Þessi tími er fyrir nemendur í:

          – C hópum Nýjung!

          – D hópumNýjung!

 

Klæðnaður nemenda:

          -Nemendur eru í tásugrifflum, á tánum eða í sokkum.

          -Einlitum buxum sem hefta ekki hreyfingar (engin logo)

          -Einlitri peysu sem heftir ekki hreyfingar (engin logo)

          -Ef nemandi er með sítt hár verður að taka það upp frá andliti

Leiklist skráist eingöngu sem valtími, og er verðlagður sem slíkur, hjá þeim nemendum sem eru í dansnámi hjá DansKompaní. Almennt verð á leiklistartímum má finna í verðskrá skólans. Sjá verðskrá




Leiklist banner